Á TOPPI ACONCAGUA

Flott mynd af félögunum á Toppi Aconcagua.

Á toppi Vesturheims


A heimleid

Nu erum vid felagarnir bunir ad skoda vinraektarsvaedin hérna i Mendoza og erum ad verda serfraedingar i Malbec.  Holdum heim i fyrramalid og lendum i keflavik a manudaginn.

Vid felagarnir viljum koma a framfaeri thakklaeti til allra sem studdu okkur og sendu kvedjur.  Vid thokkum fjolskyldum okkar studningin en an hans vaerum vid ekki her.  Ritstjorinn okkar hann Jon Johann faer bestu kvedjur fyrir sitt framlag.

 Myndir koma seinna inn a siduna.

bestu kvedjur,

Anton og Gudmundur


Aconcagua tekur lif

Aconcagua tekur sinn toll.  Thetta er saga sem vid felagarinir vildum ekki segja fyrr en vid varum komnir til byggda.

 A leid upp i grunnbudir tha maettum vid m.a. einum mjog threyttum sem var a leid nidur vegna hafjallaveiki. Hann sagdi ad felagar sinir vaeru ad reyna vid tindin deginum eftir.  Thetta var hopur a vegum Aymara sem vid felagarnir vorum med.  Deginum eftir ad vid komum upp i grunnbudir urdum vid varir ad thad vaeru vandraedi a fjallinu.  Einn ur hopnum sem reyndi vid tindinn var tyndur og einn vaeri mikid veikur og ef til vill dainn.  Vid voknuudum vid tyrluhljog um morgunin og thad kom svo a daginn ad einn hafdi latist um nottina i tjaldinu sinum vid hlidina a konunni sinni efir ad hafa nad a tindin um kvoldid.  Hinn fannst svo heill a hufi og an kals seinna um morgunin.  Auk theirra voru tveir komnir med lungnarbjug. Thessi hopur kom svo nidur i grunnbudir naesta dag.  Vid hofum aldrei sed eins ormagna folk a aevinni.  Baedi andlega og likamlega.  Thad bara sat i ollum fotunum sinum og gat ekki sagt ord i marga tima.  Thad gat ekki einu sinni tjaldad.  Aumingja ekkjan komst ekki ur grunnbudum vegna vedurs og that var skelfilegt ad horfa a hana vafra um svadid i 10-15 stiga gaddi.  Hun komst til byggda um morgunin.  Thetta var ekki god byrjun a okkar ferdalagi en vid tokum bara fyrir einn dag i einu og reyndum ad gleyma thessari lifsreynslu.


Á LEIÐ Í VÍNSMÖKKUN

Heyrði í Guðmundi áðan þar sem þeir félagarnir voru staddir á hóteli í Mendoza.

Frá því að við fréttum síðast frá þeim,  í 3ju búðum, tóku þeir strikið niður í grunnbúðir. Daginn eftir, á fimmtudag, fóru þeir beint niður til Puenta del Inca. Leiðin er um það bil 31 kílómeter og það gengu kapparnir á 6 tímum. Guðmundur "leiðangurssstjóri" rak á eftir hópnum svo að þeir næðu rútu frá Puenta del Inca til Mendoza.

Það gekk eftir og kapparnir sváfu í þægilegum rúmum í nótt og báru sig vel í morgun. Í dag á að taka því rólega og reyna að útvega vínsmökkunarferð á morgun, laugarag. Á sunnudag halda þeir síðan heim á leið og eiga að koma heim á mánudag.


STADDIR Í GRUNNBÚÐUM

Þá eru strákarnir staddir í grunnbúðum - Placa de Mulas. Líklega eru þeir bara á barnum núna! Hér er mynd af barnum góða sem Guðmundur tók í ferð sinni 2006.

100_0061

Í dag verður síðan haldið áfram niður Horocones dalinn og niður til Puenta del Inca. Þessi leið er um 30-35 km löng. Það verða því þreyttir ferðalangar sem kom til Puenta del Inca ehv í dag. Í framhaldi verður síðan keyrt meðfram vínekrunum og þá fer líklega að lyftast brúnin á félögunum.

Vínekrur í Mendoza héraðinu


ON TOP OF ACONCAGUA!

Gummi and Anton along with 2 from their group reached the summit of Aconcagua on tuesday the 5th of February at 5 pm local time.

Their ascent from camp 3 to the top and back took about 15 1/2 hours. They are now on their way to Base camp.


2 Á TOPPNUM

"VIÐ VORUM Á TOPPNUM - HVAR VARST ÞÚ?". Þetta voru fyrstu orðin sem heyrðust í Guðmundi rétt áðan. Félagarnir komumst á toppinn seint í gær og tók toppferðin uþb 15 og hálfan tíma.

12 voru í upphaflega hópnum. 3 voru hættir fyrir nokkrum dögum og síðan kvarnaðist smám saman úr hópnum og að lokum komust 4 alla leið á toppinn þám okkar menn.

Eins og greint var frá í gær átti að leggja af stað um klukkan 8.30 (10.30 að íslenskum tíma). Eitthvað hefur þetta skolast til því okkar menn voru ennþá í pokunum kl. 08 þegar þeir heyra umgang úti og hópurinn klár í göngu. Strákarnir drifu sig af stað og voru klárir uþb hálftíma seinna og lögðu af stað. Svo hratt var keyrt að ekkert heitt vatn var til fyrir strákana þegar lagt var í hann. Þeir voru síðan hreinlega keyrðir áfram enda náðu þeir hópnum eftir um klukkustundar göngu.

Veðrið var fínt íslenskur skafrenningur þótt hinir í hópnum hafi kvartað yfir stormi! Guðmundur sagði þá hafa hreinlega verið mjög heppna með veður og raun hefði verið allt í lagi að leggja fyrr af stað.

Á toppnum voru strákarnir síðan um 9 tímum seinna eða um kl. 19 að íslenskum tíma. Niður í tjald komu þeir síðan 15 og hálfum tíma eftir að lagt var af stað - gjörsamlega búnir. Guðmundur sagð þá svo þreytta að þeir gátu ekki einu sinni gefið hvor öðrum "five" og varla náðu af sér skónum.

Þegar ég talaði við Guðmund þá voru þeir að fara að taka saman og ganga niður í grunnbúðir.

Til hamingju strákar.

toppur1

 

 

 


TOPPGÖNGU SEINKAÐ

Í samtali við Guðmund um 8 leitið að íslenskum tíma kom í ljós búið er að seinka toppgöngunni um eina 2-3 tíma. Mjög hvasst er og skafrenningur og vildi leiðangursstjórn bíða birtingar og taka þá ákvörðun um hvort reynt yrði við toppinn í dag.


REYNT VIÐ TOPPINN

Ég heyrði í strákunum áðan þar sem þeir voru staddir í Kolera búðunum í tæplega 6000 m hæð. Þeir segjast nú ekkert vera neitt voðalega greindarlegir á svipinn en leið samt ágætlega þrátt fyrir höfuðverk og alltíðar kamarferðir. Guðmundur gekk með skíðagleraugun í dag og var miklu betri í augnun í dag heldur en þegar ég heyrði í honum í gær.

Ferðin frá Nido upp til Kolera búðanna gekk vel. Smávegis hálka en lítill snjór en það fór að snjóa þegar þeir voru að reisa tjöldin í búðunum. Þeir stoppa nú frekar stutt í þessum búðum enda verður ræs u.þ.b. klukkan 4.15 að staðartíma og brottför á tindinn kl. 06 (08 að íslenskum tíma).

Gengið verður á hraða snigilsins og áætlað að vera á toppnum klukkan 14 að staðartíma. Gangan fram og til baka er ca. 12-18 tímar eftir veðri og líkamlegu ástandi. 

Horft frá Nido upp til Berlín (mynd frá GSM 2006)

Nú er það bara að muna að senda hlýjar kveðjur og hugsa til strákana í fyrramálið. Veðurspáin er hreint ágæt fyrir morgundaginn - sjá http://www.snow-forecast.com/resorts/Aconcagua/6day/top þarna sjáum við m.a. að spáð er uþb 30-35 km/klst vindi sem þýðir Kaldi á gamla vindstigaskala Veðurstofunnar. Það gæti hins vegar orðið svolítið kalt á strákana eða allt upp í 30 gráðu frost með vindkælingunni.


AT NIDO

Few words in English:

Gummi and Anton are now in camp 2 - Nido de Condores 5450 m. They came from Camp Canada yesterday and were feeling fine today (sunday) on their rest day.

Tomorrow they will climp above the old Camp 3 at Berlin to a place called Colera at nearly 6000 m. If the weather is OK they will try the attempt on the summit on tuesday night.

 


Næsta síða »

Um bloggið

Aconcagua08

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann Þórðarson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Á toppi Vesturheims
  • Vínekrur í Mendoza héraðinu
  • 100_0061
  • Svona er útsýnið af toppnum
  • Horft frá Nido upp til Berlín (mynd frá GSM 2006)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband