21.1.2008 | 09:38
FERÐIN HAFIN
Þá er ferðin mikla hafin hjá þeim félögum Guðmundi og Antoni. Þeir voru glaðbeittir þegar þeir heimsóttu mig á laugardag eins og sjá má á myndinni.
Ferðin hófst í morgun með flugi til London kl. 09.00. Seinni partinn er haldið áfram til Madrid, áætlaður komutími kl. 20. Frá Madrid fljúga kapparnir í rúma 13 klukkutíma til Santiago í Chile. Eftir mjög stutt stopp halda þeir áfram til Mendoza í Argentínu þar sem hin eiginlega ferð hefst. Áætlaður komutími til Mendoza er kl. 14.30 á morgun, þriðjudag að íslenskum tíma. Heildarferðalag er því hátt í 29 klukkutímar þ.e. ef allt gengur að óskum.
"Aðalmálið er að allur farangur skili sér annars erum við í djúpum skít. Ef hann skilar sér ekki þá þarf bara að leysa það vandamál. Ekki viljum við vera í djúpum skít lengi," sagði Guðmundur rétt fyrir brottför.
Ef allt gengur að óskum halda þeir félagarnir strax á skrifstofu þjóðgarðsins, sem Aconcagua tilheyrir, til að útvega sér leyfi til að komast á fjallið. Þetta leyfi er algjör grunnur að því að komast inn á svæðið.
Irridum gervihnattasími er með í för þannig að við eigum eftir að heyra nokkuð reglulega í þeim félögum. Fylgist með.
Um bloggið
Aconcagua08
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.