23.1.2008 | 14:25
Mendoza - Puente del Inca
Heyrði í köppunum í rútunni á leiðinni til Puente del Inca. Þeir voru sprækir sváfu sérstaklega vel eftir góða steik og Malbeq rauðvín í gærkvöldi. Farangurinn skilaði sér þannig að segja má að allt sé skv. áætlun.
Þegar til Puente del Inca er komið er planið að fara í gönguferð um svæðið og ganga upp á einhvern "hól" ca. 3000-3500 m.y.s. og fara svo aftur niður og hvílast enda gengur hæðaraðlögun út á það að ganga hátt og sofa lágt. hæðaraðlögun skiptir ákaflega miklu máli að drekka nóg af vatni, lágmark 4 lítra á degi hverjum og 6 lítrar er ekki of mikið! Þótt uppþornun/vatnsleysi valdi ekki hæðarveiki, þá dregur hún úr líkamlegri getu þ.á.m. getunni að nýta hita frá vöðvum sem aftur getur leitt til þreytu og kulsækni sem ýta undir hæðarveiki.
Í Puente del Inca voru eitt sinn heitar laugar og gæti þessi staður allt eins verið í Landmannalaugunum okkar hvar samspil sjóðandi vatns og íss myndar sérkennilegt sjónarspil.
Um bloggið
Aconcagua08
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.