28.1.2008 | 22:28
Í GÓÐU STANDI
Ég heyrði í Guðmundi í gær og það var gott hljóð í köppunum eftir aðlögunargönguna á Bonete tind. Þeir fengu frábært veður og útsýnið hreint stórkostlegt yfir leiðina framundan. Tindur Aconcagua sést reyndar ekki frá Bonete en næstu búðir - bæði Nido og Plaza Canada.
Strákarnir fóru í læknisskoðun í gær og fengu góða uppáskrift. Báðir fengu 88 í súerfnisupptöku sem þykir mjög gott. Þá mældist blóðþrýstingur þeirra beggja góður. Ferðafélagarnir fengu sömu leiðis gott mat og hafði læknirinn á orði að þar færi sterkur hópur.
Úti er skítakuldi uþb 10-12 stiga frost en veðurspáin er ágæt næstu daga. Á morgun verður búnaðarprófun og m.a. verða broddarnir settir undir og æfð tökin með ísexina á Horocones jöklinum við grunnbúðir. Að öðru leiti verður þriðjudagurinn hvíldardagur.
Hér má sjá leiðina sem gengin er frá grunnbúðum upp til Plaza Canada - 1 búða.
Um bloggið
Aconcagua08
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.