1.2.2008 | 20:35
IBÚFEN Í AFMÆLISGJÖF
Guðmundur gleymdi að sjálfsögðu ekki afmælisdegi Antons en hann færði honum 1 stk 400 mg Íbúfen töflu í afmælisgjöf!
Í dag báru strákarnir ríflega 20 kg á bakinu upp í 1. búðir. 5 af 9 í hópnum báru allan sinn farangur á bakinu. 4 keyptu sér burðarmenn og gengu meira að segja svo langt að þeir létu tjalda tjöldunum uppi í Camp Canada líka.
Það hefur snjóað töluvert síðasta sólarhring þannig að kapparnir hafa haldið sig að mestu inni í tjaldinu. Héldu m.a. þorrablót þar sem á boðstólunum var vatn og harðfiskur. Strákarnir hafa haldið svolítið hópinn með þeim Jerry og Donald og sátu einmitt og spiluðu Olsen Olsen þegar ég heyrði í strákunum áðan.
Anton bað fyrir kærar kveðjur heim - þakkað öllum þeim sem sent hafa honum afmæliskveðjur í gegnum gestabókina á blogginu.
Á morgun verður gengið upp í 2. búðir í Nido de Condores sem liggja í um 5450 m. Á sunnudag verður síðan hvíldardagur hjá hópnum.
Um bloggið
Aconcagua08
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.