IBÚFEN Í AFMÆLISGJÖF

Guðmundur gleymdi að sjálfsögðu ekki afmælisdegi Antons en hann færði honum 1 stk 400 mg Íbúfen töflu í afmælisgjöf!

Í dag báru strákarnir ríflega 20 kg á bakinu upp í 1. búðir. 5 af 9 í hópnum báru allan sinn farangur á bakinu. 4 keyptu sér burðarmenn og gengu meira að segja svo langt að þeir létu tjalda tjöldunum uppi í Camp Canada líka.

Það hefur snjóað töluvert síðasta sólarhring þannig að kapparnir hafa haldið sig að mestu inni í tjaldinu. Héldu m.a. þorrablót þar sem á boðstólunum var vatn og harðfiskur. Strákarnir hafa haldið svolítið hópinn með þeim Jerry og Donald og sátu einmitt og spiluðu Olsen Olsen þegar ég heyrði í strákunum áðan.

Anton bað fyrir kærar kveðjur heim - þakkað öllum þeim sem sent hafa honum afmæliskveðjur í gegnum gestabókina á blogginu.

Á morgun verður gengið upp í 2. búðir í Nido de Condores sem liggja í um 5450 m. Á sunnudag verður síðan hvíldardagur hjá hópnum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aconcagua08

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann Þórðarson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Á toppi Vesturheims
  • Vínekrur í Mendoza héraðinu
  • 100_0061
  • Svona er útsýnið af toppnum
  • Horft frá Nido upp til Berlín (mynd frá GSM 2006)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband