8.2.2008 | 12:54
Á LEIÐ Í VÍNSMÖKKUN
Heyrði í Guðmundi áðan þar sem þeir félagarnir voru staddir á hóteli í Mendoza.
Frá því að við fréttum síðast frá þeim, í 3ju búðum, tóku þeir strikið niður í grunnbúðir. Daginn eftir, á fimmtudag, fóru þeir beint niður til Puenta del Inca. Leiðin er um það bil 31 kílómeter og það gengu kapparnir á 6 tímum. Guðmundur "leiðangurssstjóri" rak á eftir hópnum svo að þeir næðu rútu frá Puenta del Inca til Mendoza.
Það gekk eftir og kapparnir sváfu í þægilegum rúmum í nótt og báru sig vel í morgun. Í dag á að taka því rólega og reyna að útvega vínsmökkunarferð á morgun, laugarag. Á sunnudag halda þeir síðan heim á leið og eiga að koma heim á mánudag.
Um bloggið
Aconcagua08
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.