STYTTIST Í BROTTFÖR

Það var á haustmánuðum, skömmu eftir heimkomu okkar félaganna frá Elbrus í Rússlandi, að Guðmundur og Anton ákváðu að leggja í hann aftur og fyrir valinu varð Aconcagua.

Aconcagua tilheyrir einum mesta fjallgarði heims, Andesfjöllunum og er hæsta fjallið í Vesturheimi, alls 6.962 metra hátt. Fjallið telst ekki vera tæknilega erfitt en mikil hæð yfir sjávarmáli reynir mikið á líkamlegan og ekki síst andlegan styrk.

Nokkrir Íslendingar hafa reynt við Aconcagua og náð toppinum. Frægastur þeirra er örugglega Haraldur Örn pólfari sem náði tindi fjallsins árið 2002 þegar var í 7tinda göngu sinni. Um fleiri Íslendinga á toppi Aconcagua má t.d. lesa á heimasíðu Útiveru - http://www.utivera.is/frettir/nr/870.

Guðmundur og Anton hafa staðið í ströngu og mér telst til að þeir hafi farið u.þ.b. 12 sinnum á Esjuna undanfarnar 3 vikur oft með þungar byrðar á bakinu. Í sumar sem leið gengu Guðrmundur og Anton á Elbrus, hæsta fjall Evrópu (5.462 m.y.s) en Guðmundur hefur áður gengið á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku (5.895 m.y.s.). Guðmundur reyndi við tind Aconcagua árið 2006 en varð frá að hverfa þegar stutt var eftir.

Ferðalag þeirra félaga hefst mánudaginn 21. janúar og flogið verður Reykjavík - London - Madrid - Santiago - Mendoza.

Hér fyrir neðan má sjá leiðalýsingu á venjulegu leiðinni á Aconcagua tind. Takið vel eftir nöfnunum fyrir neðan gulu örvarnar - þetta eru nöfnin á búðunum og kennileitum á uppgöngunni og það á eftir að vísa oft í þessi kennileiti.

Aconcagua_normal_route_1a


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott og spennandi mál þegar þessir tveir þverhausar verða komnir upp í fjall.  Annars finnst mér allt í lagi að textahöfundur geti þess að hann sjálfur var nú með á Elbrus!

Alfreð Atlason (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 11:36

2 identicon

Góða ferð harðhausar - koma svo.... 

Þórmundur Bergsson (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 16:14

3 identicon

Byrjar enn eitt fjallaævintýrið! Ég hef fulla trú á að þeir nái á toppinn en af myndinni að dæma er þetta ekkert mál, meira aflíðandi en Esjan og álíka magn af klettum alveg efst. Hversu erfitt getur þetta verið? ;-) Ég óska þeim góðrar ferðar og alls hins besta.

Margrét

P.S. Jón Jóhann, ég er sammála Alfreð: Ekki þessa hógværð, maður!

Margrét Ludwig (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 17:07

4 identicon

Góða ferð Gummi og ferðafélagi Anton, þetta verður ekkert mál!!

p.s kveðjur til Maradona! 

Benni og Guðrún (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aconcagua08

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann Þórðarson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Á toppi Vesturheims
  • Vínekrur í Mendoza héraðinu
  • 100_0061
  • Svona er útsýnið af toppnum
  • Horft frá Nido upp til Berlín (mynd frá GSM 2006)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband