Komnir til Confluencia

Heyrði í strákunum áðan eftir gönguna upp frá Puente del Inca til Confluencia. Hún gekk vel og þeir voru sprækir í tjaldinu og þeim leið vel þótt úti mígrigndi. Irridium síminn virkaði vel og það heyrðist vel í Guðmundi. Það tekur símann nokkrar mínútur að leita uppi gervihnetti til að hægt sé að nota hann.

Leiðin í dag var þannig að keyrðir voru einir 7 km að stað þar sem göngumenn eru skráðir inn í Aconcagua þjóðgarðinn og hin eiginlega ganga hefst. Gangan sjálf tók síðan um það bil 5 klukkutíma upp til Confluencia sem er í 3450 metrum yfir sjávarmáli.

Confluencia er enginn draumastaður til að vera á eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var af heimasíðu norskra fjallamanna sem gengu á Aconcagua árið 2002:

confluencia

Á morgun á síðan að taka stefnuna á Plaza Francia  sem er í uþb 4.200 m.y.s. og eru grunnbúiðir fyrir hina svokölluðu frönsku leið. Guðmundur og Anton fara hins venjulegu leiðina hina svokölluðu "Normal Route" sjá t.d. http://www.aconcagua.com/english/information/i-fotos/rutasgr.jpg . Fyrir áhugasama er einnig bent á síðuna www.aconcagua.com.

Þegar upp í Plaza Francia var komið setjast menn niður hvíla lúin bein og síðan beint aftur niður í Confluencia og gista þar aðra nótt.

Úr sögubókum;
Fyrstu öruggu heimildir um að menn hafi náð toppi Aconcagua ná allt aftur til 1897 og var það Svisslendingurinn Mathias Zurbriggen sem því náði 14. janúar það ár, nokkrum dögum seinna náðu 2 félagar hans toppnum líka. Þeir fóru upp Norð-Vestur hliðina þá sömu og félagarnir reyna núna við. Fyrsta konan til að ná toppnum var hin franska Adrienne Bance sem það gerði 7. mars 1940.

Cintamani-logo-web


Mendoza - Puente del Inca

Heyrði í köppunum í rútunni á leiðinni til Puente del Inca. Þeir voru sprækir sváfu sérstaklega vel eftir góða steik og Malbeq rauðvín í gærkvöldi. Farangurinn skilaði sér þannig að segja má að allt sé skv. áætlun.

Þegar til Puente del Inca er komið er planið að fara í gönguferð um svæðið og ganga upp á einhvern "hól" ca. 3000-3500 m.y.s. og fara svo aftur niður og hvílast enda gengur hæðaraðlögun út á það að ganga hátt og sofa lágt.  hæðaraðlögun skiptir ákaflega miklu máli að drekka nóg af vatni, lágmark 4 lítra á degi hverjum og 6 lítrar er ekki of mikið! Þótt uppþornun/vatnsleysi valdi ekki hæðarveiki, þá dregur hún úr líkamlegri getu þ.á.m. getunni að nýta hita frá vöðvum sem aftur getur leitt til þreytu og kulsækni sem ýta undir hæðarveiki.

Í Puente del Inca voru eitt sinn heitar laugar og gæti þessi staður allt eins verið í Landmannalaugunum okkar hvar samspil sjóðandi vatns og íss myndar sérkennilegt sjónarspil.

Puente-del-inca


Anton í morgunútvarpi Rásar 2

Anton var í þessu fína viðtali hjá þeim Hrafnhildi og Gesti Einari í morgunútvarpi Rásar 2. Hér má finna slóð inn á viðtalið: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4368148

Þarna þarf að skrolla svolítið aftarlega í þáttinn - viðtalið var ca 08.35 og því undir lok þáttarins sem byrjar kl. 07. Vonandi fæ ég viðtalið eitt og sér og get vísað beint inn á það en þangað til verðum við að notast við almennu slóðina.

 


Farangur varð eftir

Heyrði í Guðmundi áðan þegar þeir voru nýlenntir í Mendoza. Kapparnir komust þangað heilu og höldnu en enginn farangur og eftir mikið japl jaml og fuður komumst menn að því að farangurinn er staddur í Santiago í Chile.

Nú er það bara fyrir þá að bíða og vona að farangurinn komist í tæka tíð. Aðeins 2 vélar eru á dag á milli Santiago og Mendoza þannig að farangurinn ætti að koma með seinni vélinn í dag eða sömu vél og þeir komu með á morgun. 

"Ef farangurinn berst ekki þá þurfum við að finna okkur leigu eða kaupa það sem upp á vantar," sagði Guðmundur í samtali áðan. Þeir voru á leiðinni í leigubíl á hótelið í flíspeysu og windstopper buxunum góðu í 32 stiga hita!


Hvar er eiginlega Aconcagua?

Þegar þessi orð eru skrifuð eru Guðmundur og Anton líklega að nálgast Suður Ameríku í sínu 13 tíma plús flugi til Santiago í Chile. Þaðan fljúga þeir síðan til Mendoza í Argentínu.

Mendoza er í 111.000 manna borg í vesturhluta Argentínu, höfuðborg Mendoza héraðs. Helstu atvinnuvegir svæðisins eru vín- og ólívuolíuframleiðsla.  Um það bil 70% af allri vínframleiðslu Argentínu er í næsta nágrenni við Mendoza. Aðalþrúgan á svæðinu er Malbec. Það má eiginlega segja að Guðmundur sé á heimavelli þarna og gefur sér örugglega tíma til að smakka eitthvað af framleiðslunni.

 Hér má sjá fína afstöðumynd af S-Ameríku, Santiago, Mendoza og Aconcagua.

Yfirlitsmynd3

 

 


ÚTBÚNAÐUR - AÐ MÖRGU AÐ HYGGJA

Nýjustu fréttir af þeim GSM og Antoni eru þær að þeir eru staddir á Heathrow og búnir að tékka allan farangur til Mendoza í Argentínu. Reyndar þurftu þeir að bíða alla af sér við færibandið og ekki skiluðu töskurnar sér í fyrstu - heldur lágu þær í "afbriðgilegar stærðir" rekkanum. Splunkuný taska sem Anton varð sér úti um fyrir ferðina skemmdist nokkuð - rifnaði á hliðinni. En með böndum og teipi var því kippt í liðinn.

Það má segja að það sé að ýmsu að hyggja áður en lagt er í ferðalag sem þetta. Ýmis útbúnaður er nauðsynlegur. Hér fyrir neðan er listi yfir það sem þeir félagar urðu sér úti um áður en þeir lögðu af stað. 

En skoðum hvað það er sem þarf í ferð sem þessa;

NECESSARY EQUIPMENT

Headwear: 1 sun hat (it must shade the eyes and nose). 1 balaclava (wool, polypropylene). 1 wool or fleece hat. 1 pair glacier glasses with side protection (and a spare). 1 neck gaiter.

Upper - Lower body: 1 expedition down parka with hood (-20 F). 1 windproof outer jacket with hood (Gore-tex) 1 poly/fleece jacket.
1 expedition weight polypropylene shirt. 2 lightweight, long sleeve polypropylene shirts. 2 heavy polypropylene long underwear (tops and bottoms). 2 t-shirts for lower elevations. 1 pair wind/rain pants (with side zips). 1 pair fleece pants (side zipper). 1 long cotton pant for trekking (legs zip off to become shorts). 1 nylon shorts

Handwear: 2 pairs liner gloves (poly thin). 1 pair medium weight fleece gloves. 1 pair goretex wind shells for mittens. 1 pair wool or fleece mittens. 1 pair overmitts.

Footwear: 1 pair of trekking boots or quality sport shoes. 1 pair of sandals for river crossing. Double plastic climbing boots.
1 pair of gaiters. 2-3 pair of wool socks and polypropylene socks. 3-4  pairs polypropylene, wool or similar socks.

Sleeping Gear: 1 down or synthetic sleeping bag (-20C min.). 1 light sleeping pad, Thermarest type.

Pack: High quality back pack approx. 70-80 liters. Day pack for approach hike and summit day. 1 Large duffel bag with lock to be carried by mules to Base Camp. 1 smaller duffel bag with lock to store gear in Mendoza or Puente del Inca.

Climbing Equipment: 1 ice axe (60-70cm). 1 pair adjustable ski poles. 1 pair of crampons.

Misc: Sun screen and lip protection (UV rating of 20 SPF or more). Headlamp with 3 alkaline battery sets. Metal thermos bottle, 400-500ml. Toiletry kit. Water bottle. Camera and film. Pocket knife (mid size). Book and walkman to spend time in tent. Simple first aid kit. Pee bottle - 1 qt. capacity, wide mouth. Insect repellant coating for hike in clothes. Passport. Cash. Copies of relevant documents (maps, directions, itinerary, etc... all in plastic bags). Journal with pens. Casual clothes for walking around, going to dinner. Small Spanish dictionary with travel phrases. List of critical information.

The above gear list must be used as a guide only.


FERÐIN HAFIN

Þá er ferðin mikla hafin hjá þeim félögum Guðmundi og Antoni. Þeir voru glaðbeittir þegar þeir heimsóttu mig á laugardag eins og sjá má á myndinni.

 Aconcagua08 005

Ferðin hófst í morgun með flugi til London kl. 09.00. Seinni partinn er haldið áfram til Madrid, áætlaður komutími kl. 20. Frá Madrid fljúga kapparnir í rúma 13 klukkutíma til Santiago í Chile. Eftir mjög stutt stopp halda þeir áfram til Mendoza í Argentínu þar sem hin eiginlega ferð hefst. Áætlaður komutími til Mendoza er kl. 14.30 á morgun, þriðjudag að íslenskum tíma. Heildarferðalag er því hátt í 29 klukkutímar þ.e. ef allt gengur að óskum.

"Aðalmálið er að allur farangur skili sér annars erum við í djúpum skít. Ef hann skilar sér ekki þá þarf bara að leysa það vandamál. Ekki viljum við vera í djúpum skít lengi," sagði Guðmundur rétt fyrir brottför.

Ef allt gengur að óskum halda þeir félagarnir strax á skrifstofu þjóðgarðsins, sem Aconcagua tilheyrir, til að útvega sér leyfi til að komast á fjallið. Þetta leyfi er algjör grunnur að því að komast inn á svæðið.

Irridum gervihnattasími er með í för þannig að við eigum eftir að heyra nokkuð reglulega í þeim félögum. Fylgist með.

Cintamani-logo-web


STYTTIST Í BROTTFÖR

Það var á haustmánuðum, skömmu eftir heimkomu okkar félaganna frá Elbrus í Rússlandi, að Guðmundur og Anton ákváðu að leggja í hann aftur og fyrir valinu varð Aconcagua.

Aconcagua tilheyrir einum mesta fjallgarði heims, Andesfjöllunum og er hæsta fjallið í Vesturheimi, alls 6.962 metra hátt. Fjallið telst ekki vera tæknilega erfitt en mikil hæð yfir sjávarmáli reynir mikið á líkamlegan og ekki síst andlegan styrk.

Nokkrir Íslendingar hafa reynt við Aconcagua og náð toppinum. Frægastur þeirra er örugglega Haraldur Örn pólfari sem náði tindi fjallsins árið 2002 þegar var í 7tinda göngu sinni. Um fleiri Íslendinga á toppi Aconcagua má t.d. lesa á heimasíðu Útiveru - http://www.utivera.is/frettir/nr/870.

Guðmundur og Anton hafa staðið í ströngu og mér telst til að þeir hafi farið u.þ.b. 12 sinnum á Esjuna undanfarnar 3 vikur oft með þungar byrðar á bakinu. Í sumar sem leið gengu Guðrmundur og Anton á Elbrus, hæsta fjall Evrópu (5.462 m.y.s) en Guðmundur hefur áður gengið á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku (5.895 m.y.s.). Guðmundur reyndi við tind Aconcagua árið 2006 en varð frá að hverfa þegar stutt var eftir.

Ferðalag þeirra félaga hefst mánudaginn 21. janúar og flogið verður Reykjavík - London - Madrid - Santiago - Mendoza.

Hér fyrir neðan má sjá leiðalýsingu á venjulegu leiðinni á Aconcagua tind. Takið vel eftir nöfnunum fyrir neðan gulu örvarnar - þetta eru nöfnin á búðunum og kennileitum á uppgöngunni og það á eftir að vísa oft í þessi kennileiti.

Aconcagua_normal_route_1a


« Fyrri síða

Um bloggið

Aconcagua08

Höfundur

Jón Jóhann Þórðarson
Jón Jóhann Þórðarson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Á toppi Vesturheims
  • Vínekrur í Mendoza héraðinu
  • 100_0061
  • Svona er útsýnið af toppnum
  • Horft frá Nido upp til Berlín (mynd frá GSM 2006)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband